Gripdeild er á Jökuldalsheiði í N-Múlasýslu. Það er 0,21 km², dýpst 8 m og í 561 m hæð yfir sjó. Til þess smálækir úr umhverfinu og frá því rennur Víðidalsá í ótal hlykkjum til Jökulsár á Brú. Jeppafær vegur liggur að vatninu. Í því er mjög góð bleikja. Gripdeild tilheyrir Eiríksstöðum, þar sem Árni Oddson fékk hestinn Brún, sem með yfirburðum sínum varð örlagavaldur íslensku þjóðarinnar.
Það veiðist ekki á stöng í þessu vatni, sem er einsdæmi í veiðivötnum, en netaveiði er ágæt. Fiskurinn er bæði stór og góður og stofninn í ágætu jafnvægi.
Norðan við vatnið er eyðibýlið Veturhús. Jeppavegur liggur að vatninu. Hvort þar hefur búið Bjartur í Sumarhúsum, málvinur Laxness, vissi víst enginn með vissu, nema skáldið í Gljúfrasteini.
Vegalengdin frá Reykjavík um Norðurland er 585 km og rúmir 100 km frá Egilsstöðum.