Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grímsá

Upptök Grímsár eru í Reyðarvatni uppi af Uxahryggjaleið. Það er þekkt bleikjuveiðivatn. Áin er býsna   löng, fellur um allan Lundareykjadal og er laxgeng að Jötnabrúarfossi, sem er fyrir ofan dalbotninn. Veitt er á tíu stangir í ánni og auk þess eru tvær í Tunguá, lítilli sprænu, sem rennur í Grímsá efst í dalnum. Tunguá er laxgeng að Englandsfossi.

Grímsá gefur yfirleitt á bilinu 1200 til 1800 laxa á sumri og þykir vera ein af perlum landsins. Hún er sérlega fjölbreytt og vel löguð fluguveiðiá. Er í henni að finna suma þekktustu veiðihylja landsins og má nefna Laxfoss, Svartastokk og Strengina.

Tunguáraflinn er yfirleitt inni í ofangreindum tölum, en á góðu sumri skríður hún í 100 fiska Grímsá var fyrrum ein mesta stórlaxaá landsins, en er nú með hreinni smálaxaám. Þó veiðast alltaf stórlaxar í bland og oft má sjá ægileg ferlíki í Hörgshyl ofanverðum, rétt ofan brúarinnar við Fossatún.

 

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )