Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grímannsfell

Grímannsfell

Grímannsfell gönguleið

Grímannsfell við Mosfellsdal er eitt af fellunum í nágrenni höfuðborgarinnar og er hæsta fjallið í bakbarði Mosfellsbæjar.  Skemmtileg 2-3 tíma gönguleið sem hentar öllum. Hægt er að hefja gönguna annað hvort frá Helgadal  og er þá lagt er af stað frá afleggjara inní Helgadal rétt áður en komið er að Gljúfrasteini, áður heimili Nóbelsskáldsins og nú safn um hans fjölskyldu og afrek.

Grímmannsfell
Gönguleið frá Helgadal

Lýsing: Gengið er yfir móa og upp vinstra megin við grýttan hól. Þá er gengið upp lítið klettabelti og minnkar brattinn fljótlega eftir það. Nú er haldið beint af augum eftir aflíðandi ásum þar til komið er á vestari tindinn er nefnist Flatafell 436m. Til að fara á hæstu hæð fjallsins er haldið áfram í sömu átt á Stórhól 482m.

Heildargöngutími: Ganga á Flatafell tekur um 2 tíma (upp og niður aftur) en ef gengið er á Stórhól má búast við um 3 klukkustunda göngutíma.

Eða gengið frá Mosfellsbringum í Mosfellsdal framhjá Helgufossi á Stórhól og þaðan yfir á Flatfell. Þá er keyrt um 2 km fram hjá Gljúfrasteini í átt að Þingvöllum á þjóðveginum og beygt til vinstri þar sem vegvísir segir Helgufoss.

Áætluð gönguvegalengd eru 5,5km.

Áætluð hækkun/lækkun eru 360-390m.

Áætlaður göngutími eru um 3 klukkustundir.

Hnit.
N64.9356
W21.31114

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir Höfuðborgarsvæðið
Gönguleiðir um Höfuðborgarsvæðið Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu leiðanna um …
Mosfellsbær
Borgarnes 71 km, Þingvellir 42 km, <Mosfellsbær> Selfoss 57 km, Keflavík 55 km, Grindavík 57 km. Nesvallaleið um Hólmsheiði að Nesjavöllum er u…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )