Grenlækur er staðsettur í Landbroti rétt vestan Kirkjubæjarklausturs.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Grenlækjarsvæðið sem er eitt það fengsælasta á landinu.
Þetta svæði lengir sjóbirtingstímabilið þar sem hann veiðist mun fyrr hér en á þeim svæðum sem við eigum að venjast.
Sjóbirtingsveiðin hefst í maí og er fram í júní. Þá tekur við veiði á staðbundum urriða og vænni bleikju. Um miðjan júlí eru svo mættar fyrstu alvöru sjóbirtingsgöngurnar og er fiskur að ganga út októbermánuð.