Á sínum tíma var Grenjaðarstaður (Aðaldal) höfuðból sveitarinnar. Flatarmál bæjarhúsanna er 775 m². Elzta hluta þeirra, innganginn og norðurhúsið, lét séra Magnús Jónsson (1809-1889) byggja. Árið 1877 voru bæjarhúsin í niðurníðslu og séra Benedikt Kristjánsson lét gera þau upp, nema austurinnganginn og norðurhúsið.
Á hans dögum bjuggu allt að 30 manns í bænum. Árið 1915 eru 15 manns skráðir þar. Séra Þorgrímur Sigurðsson og fjölskylda hans, sem komu á staðinn 1932, voru síðustu íbúar bæjarins. Árið 1955 endurbyggði Þjóðminjasafnið bæinn. Því verki var lokið 1958 og hinn 9. júlí sama ár var byggðasafnið opnað.