Kirkjan er í Grenjaðarstaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Grenjaðarstaður er bær, kirkjustaður, byggðasafn og prestssetur í Aðaldal. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Marteini biskupi.
Útkirkjur eru á Þverá, Einarsstöðum og í Nesi. Kirkjan, sem stendur þar nú, var byggð 1865. Í kirkjugarðinum er rúnasteinn frá miðöldum.