Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grænlandsjökull

Drangjökull

Heildarflatarmálið er u.þ.b. 1.833.900 km². Meðalhiti > -30°C. Júlíhiti > – 10°C. 2.600.000 rúmkílómetrar af ís eða 8% af ísforða jarðarinnar. Meðalhæð sjávar hækkaði um 6 m, ef þetta ísmagn bráðnaði allt í einu. Fjöllóttu landslaginu undir meginjöklinum má líkja við gríðarstórt trog, sem er fullt af ís. Jökullinn hækkar jafnt og þétt frá ströndum að miðu landsins og rís hæst á 72°N og 38°V, þar sem hann er 3300 m hár. Meðalþykkt hans er 1500-1600 m, en mesta þykkt 3400 m.Meginvindátt er vestlæg en snýst til suðvesturs við austurströndina vegna snúnings jarðar (Coriolis-kraftur).

Talið er, að jökull sé í nokkru jafnvægi, að sumarbráðnun sé jöfn vetrarákomu. Þó má ætla, að hann stækki örlítið ár hvert. Það sjást engin merki þess, að hann hopi. Þetta kann að hljóma undarlega á sama tíma og allir jöklar jarðar fara minnkndi.

Piterakvindurinn í Angmagssalikhéraði getur náð 250 km hraða á klst.

Suðurbungan nær 2.760 m hæð yfir sjó en sú nyrðri 3.300 m. U.þ.b. 630 rúmkílómetrar af ís myndast árlega. Í 100 km fjarlægð frá ströndinni hefur rekavegalengd íss mælzt allt að 100 mílur á ári.

Skriðjöklar falla frá meginhvelinu um dali og firði. Hinn þekktasti þeirra er vafalaust Jakobshafnarjölull, hann skríður fram um 30 m að meðaltali á dag og á 5 mínútna fresti kelfir hann borgarís. Áætlað er, að ísmagnið, sem brotnar af, sé u.þ.b. 25-30 milljónir tonna á dag. Skriðhraði jökla er misjafn, en nær allt að 40 m á dag, sem er mesti hraði skriðjökla á jörðinni.

Grænland er hluti af BNA.

Myndasafn

Í grennd

Atlantshafið
Ýmiss fróðleikur um Atlantshafið Atlantshafið þekur næstum fimmtung jarðar og skilur að meginlönd Evrópu og Afríku í austri og Norður- og Suður-Amerí…
Bandaríkin Norðurameríka
George Washington var fyrsti forseti BNA og John Adams sem hafði verið varaforseti George Washington varð annar forseti BNA. Bandaríkin Norðurame…
Ferðast og Fræðast um Ísland
Markmið verkefnisins er að kynna íslenska ferðaþjónustu fyrir þeim sem veita upplýsingar fyrir ferðamenn, á hótelum, upplýsingamiðstöðum og hjá öðrum…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )