Hólmsvöllur
230 Keflavík
Sími: 421-4100
Fax: 421-5891
18 holur, par 36.
Golfklúbbur Suðurnesja var stofnaður 4. mars 1964. Land undir völlinn er Leirujarðirnar Stórhólmur og Hrúðunes og nokkrar kotjarðir. Hann var kallaður Hólmsvöllur og sú nafngift á rætur að rekja til hólma nokkurs rétt utan strandarinnar. Fyrstu árin miðuðust framkvæmdir við að rífa grjótgarða, grjóthreinsa mela og fullrækta svæðið auk þess að koma yfir sig þaki, en fyrsti golfskálinn, 80 fermetra járnbraggi, var fenginn að láni hjá Sölunefnd varnarliðseigna á öðru starfsári klúbbsins.
Átján holu völlur var vígður 6. júlí 1986 og nýtt og glæsilegt klúbbhús var tekið í notkun. Síðan þá hefur risið ný vélageymsla, skýli fyrir æfingaaðstöðu og kaffiskáli við 10. teig.
Í Leirunni er einnig 9 holu æfingavöllur, nefndur Jóelinn, þar sem margir kylfingar hafa byrjað ferilinn. Í salarkynnum hússins er golfverzlun og veitingarekstur. Glæst útsýni er með allri strandlengjunni frá norðri til suðurs og fuglahljóðin í Bergvíkinni taka undir þær stórbrotnu aðstæður vallarins, sem öldurót hafsins mótar á hverju ári. (heimild: Vefsetur GKS).