Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Golfklúbbur Grindavíkur

Golfklúbbur Grindavíkur var stofnaður 14. maí 1981.
Völlurinn er nú (2004) 13 holu völlur, fimm þeirra eru á bökkunum og átta eru norðan þjóðvegarins og teygja sig skemmtilega inn í hraunið í austurátt. Fyrst eru bakkarnir leiknir og síðan þær 8 holur sem eru á efri vellinum norðan við þjóðveginn. Að síðustu eru bakkarnir leiknir aftur til að ná 18 holunum.
Völlurinn er því fullur andstæðna með dæmgerðan strandarvöll og hinn hluta brauta inni í hrauni.
Völlurinn er fremur auðveldur á fótinn og þó mikið sé um landslag í vellinum er lítið um holt og hæðir.

Myndasafn

Í grennd

Golf
Golfklúbbar og golfvellir Uppruni golfíþróttarinnar er að mestu hulinn móðu tímans. Rómverjar léku einhvern svipaðan le…
Grindavík Ferðast og Fræðast
Grindavík á Reykjanesi Grindavík var öflugasti útgerðarstaður landsins fyrir gosið á Reykjanesi . Þar var mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem ve…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )