Gofklúbburinn Hvammur
Grenivík
Símar: 460-
Golfklúbburinn Hvammur var stofnaður 26. nóvember 2003. Arið 2004 var tekinn í notkun 6 holu völlur sem bíður vallarmats. Einnig var tekið í notkun stórt æfingasvæði. Búið er að hanna 9 holur í heildina, en gerð þeirra verður lokið á næstu 4-6 árum. Klúbburinn er aðili að GSÍ og HSÞ.
Grenivík er kauptún í Grýtubakkahreppi austan Eyjafjarðar og norðan Dalsmynnis. Samkvæmt Landnámu nam maður að nafni Þormóður land á þessum slóðum. Kaldbakur er á aðra hönd en Þengilhöfði á hina og láglendið Höfðahverfi frá víkinni suður að Fnjóská er þéttbýlt og búsældarlegt. Ofan kauptúnsins er hólaþyrping gamalla ísaldarruðninga.