GOLFKLÚBBURINN HAMAR
Dalvik, 640
Tel.: 466-
9 holes, par 34.
Golfklúbburinn Hamar var stofnaður 19. júní 1989. Stofnfélagar voru 42.
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. Skíðalönd eru við Dalvík og góð aðstaða er til skíðaiðkana í Böggvistaðfjalli. Hvalaskoðun, sjóstangaveiði og grillferðir á sjó eru í boði sem og önnur fjölbreytt afþreying. Áætlunarferðir eru á milli Árskógssands og Hríseyjar og frá Dalvík til Grímseyjar. Minja- og náttúrugripasafn er á Dalvík og eru þar tvær stofur helgaðar frægustu Dalvíkingunum, þeim Dr. Kristjáni Eldjárn, fyrrverandi forseta Íslands og Jóhanni Péturssyni – Jóhanni risa – en hann var með hæstu mönnum í heimi á sínum tíma.