Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Glymur Hvalfirði

Glymur

Hæsti foss landsins, Glymur, er í Botnsá í Hvalfirði. Botnsá er afrennsli Hvalvatns niður í Botnsvog. Áin steypist niður í stutt en mjög djúpt gljúfur, sem gerir fossinn næstum 200 m háan. Botnsá skiptir á milli Kjósar- og Borgarfjarðarsýslna. Stuttur vogsbotninn er víða kjarri vaxinn, umhverfið mjög sumarfagurt og hentugt til útivistar.

Það er engum ofverk að ganga upp að Glym, sem þó sést hvergi allur, nema vazlað sé í ánni upp gljúfrið. Það er þó hvorki á allra færi né hættulaust vegna grjóthruns, þannig að auðveldara og hættuminna er að skoða hluta fossins frá gljúfurbörmunum. Alvarlegt slys varð vegna grjóthruns á hóp fólks í ferð um gljúfrið.

Ein af skemmtilegri þjóðsögum landsins, „Rauðhöfði“, snertir þetta svæði og gefur skýringar á nafngiftum þar.

Myndasafn

Í grennd

Botnsá
Áin rennur úr Hvalvatni og fellur til sjávar í Hvalfjarðarbotni. Áin er frægari fyrir þjóðsögur henni , svo og hæsta fossi landsins, Glym, heldur en f…
Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum. Glymur  190 Hengifoss  128 Háifoss  122 Seljalandsfoss  65 Skógafoss  62 Dettifoss  44 Gu…
Hvalfjörður
Ferðavísir Kjósarhreppur Hvalfirði Reykjavík 15 km <Kjósarhreppur Hvalfirði>Akranes 34 km,   Borgarnes 60 km , Húsafell 117 km um Bæjarsveit…
Hvalvatn
Hvalvatn er í Strandahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Það er 4,1 km², dýpst 180 m og í 378 m hæð yfir sjó. Það er talið annað dýpsta stöðuvatn landsins á …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )