Gljúfurleit er hluti dalsins, sem Þjórsá rennur um vestan Búðarháls. Þessi Dalur er á milli Sandafells í suðri og Þjórsárvera í norðri. Þetta svæði er vel gróið með blómstóði og berjalautum. Syðri áin, sem rennur um Gljúfurleit og fellur í Þjórsá í háum en vatnslitlum fossi, er Geldingaá. Mjög fallegt stuðlaberg er í Geldingatanga norðan árinnar er fagurt stuðlaberg og norðan hans fellur Höskná til Þjórsár. Leitarmenn nota gjarnan Gljúfurleitarkofa í göngum. Þétt lag af vatnaseti er í gljúfri Þjórsár á milli jökulruðninga og bæði undir og yfir eru grágrýtislög frá hlýskeiðum ísaldar, sem mynda hamraveggi. Þjórsá lætur ekki sitt eftir liggja og prýðir umhverfið með Gljúfurleitarfossi (28m) við Geldingatanga og Dynki (Búðarhálsfossi; 38m) neðan Kóngsás. Bezt er að skoða fossinn frá eysti bakka Þjórsár, frá Búðarhálsi, og aka þá inn Búðarháls frá brúnni á Tungnaá við Hald. Allmiklu norðar er Hvanngiljafoss. Vegur liggur norður dalinn vestan Þjórsár um Gljúfurleit og í jaðri Þjórsárvera yfir í Kerlingarfjöll. Á leiðinni er farið um Fjórðungssand milli Hnífár og Kisu. Bezt er að fara um þessar slóðir í fjallabílum.