Gljúfurá er lítil bergvatnsá, kvísl úr Langá á Mýrum sem rennur þvert yfir óbyggðirnar og út í Norðurá frá ármótum Norðurár og Hvítár. Gljúfurá er geysifalleg og fjölbreytt lítil á, sem veidd er með þremur stöngum og er veiðin að rokka á bilinu 200 til 450 laxar. Þetta er því mjög gjöful á.