Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gljúfravatn

Gljúfravatn er meðal margra góðra silungsvatna í tungunni milli Lagarfljóts og Jökulsár á Brú í  Tunguhreppi í Norður-Múlasýslu. Það er 0,25 km², grunnt og í 48 m hæð yfir sjó.

Fiskilækur, kominn að nokkru úr Þórisvatni, rennur til þess og úr því rennur Galtastaðalækur til Jökulsár. Veiðin er aðallega urriði, frekar smár, en eitthvað veiðist líka af bleikju. Vatnið og umhverfi þess er stórbrotið.
Lítilsháttar netaveiði hefur verið reynd í vatninu. Ganga þarf 2,5 km að vatninu.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 73o km og um 40 km frá Egilsstöðum.

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )