Gljúfravatn er meðal margra góðra silungsvatna í tungunni milli Lagarfljóts og Jökulsár á Brú í Tunguhreppi í Norður-Múlasýslu. Það er 0,25 km², grunnt og í 48 m hæð yfir sjó.
Fiskilækur, kominn að nokkru úr Þórisvatni, rennur til þess og úr því rennur Galtastaðalækur til Jökulsár. Veiðin er aðallega urriði, frekar smár, en eitthvað veiðist líka af bleikju. Vatnið og umhverfi þess er stórbrotið.
Lítilsháttar netaveiði hefur verið reynd í vatninu. Ganga þarf 2,5 km að vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 73o km og um 40 km frá Egilsstöðum.