Glerhallavík er undir hömrum Tindastóls á Reykjaströnd, norðan Reykja. Hún er fornkunn vegna glerhallanna, sem eru holufyllingar úr kvartsi í ævagömlum jarðhitarásum, sem finnast víða um land. Brimið og önnur veðrun losa þessa kristalla úr berginu og síðan slípast þeir í brimrótinu. Steinataka í víkinni er bönnuð, nema leyfi hafi fengizt.
Þjóðsögurnar segja, að þarna búi álfaprinsessa.