Glerárhverfi er norðan Glerár. Byggðin þar þróaðist frá síðari hluta 19. aldar og þar myndaðist þéttbýli utan Akureyrar, því að mörkin lágu um Glerá. Í Þorpinu byggði fátækt fólk fram undir 1930 og flest húsin voru úr torfi.
Allt frá 1905 hafði verið bannað að reisa slík hús á Akureyri. Árið 1955 sameinuðust Akureyri og Glerárþorp og nafni þess var breytt í Glerárhverfi, þótt það sé enn þá kallað Þorpið í daglegu tali.