Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gjögursvatn

urridi

Gjögursvatn er í Árneshreppi í Strandasýslu. Það er 0,45 km², grunnt og í 42 m hæð yfir sjó. Úr því  Landamerkjalækur til sjávar.

Gott er að komast að vatninu, því þjóðvegurinn liggur meðfram því. Umhverfið er gróið og fagurt í góðu veðri, eins og víðast í Strandasýslu. Bleikja er í vatninu. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 410 km (42 km styttri um Hvalfjarðargöng) og 100 frá Hólmavík.

 

Myndasafn

Í grennd

Djúpavík
Djúpavík er í landi Kjósar, gamals eyðibýlis, sem er í hálfhringlaga dalkvos í Reykjarfirði. Árið 1917 var Guðjón Jónsson, fyrsti íbúinn, skráður t…
Gjögur
Gjögur er fyrrum fræg veiðistöð við mynni Reykjarfjarðar, einkum vegna hákarlaveiði á síðustu öld. En fóru oft um 15 skip til hákalaveiða samtímis. N…
Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Strandir …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )