Gjögursvatn er í Árneshreppi í Strandasýslu. Það er 0,45 km², grunnt og í 42 m hæð yfir sjó. Úr því   Landamerkjalækur til sjávar.
 Landamerkjalækur til sjávar.
Gott er að komast að vatninu, því þjóðvegurinn liggur meðfram því. Umhverfið er gróið og fagurt í góðu veðri, eins og víðast í Strandasýslu. Bleikja er í vatninu. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 410 km (42 km styttri um Hvalfjarðargöng) og 100 frá Hólmavík.
 
				 
															 
				
									 
				
									