Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gísli á Uppsölum

Gísli á Uppsölum, skírður Gísli Októvíanus Gíslason (f. 29.október 1907 – d. 31.desember 1986) var bóndi og einbúi í Selárdal á Vestfjörðum.
Stream Þegar raunir þjaka mig - Lag: GÖI, Texti: Gísli á Uppsölum Op.#6 by Gunnar Örn Ingólfsson | Listen online for free on SoundCloud

Gísli átti þrjá bræður og á einum tímapunkti lifðu þeir allir saman ásamt móður þeirra Gíslínu að Uppsölum. Gíslína dó árið 1949 . Faðir Gísla hét Gísli Sveinbjörnsson og dó árið 1916.

Hann varð þjóðþekktur þegar Ómar Ragnarsson sótti hann heim í Stikluþætti sem var frumsýndur hjá Ríkissjónvarpinu á jóladagskvöldi árið 1981. Þá fékk Stikluþáttur Ómars misgóð viðbrögð. Sumir voru á því máli að búskaparhættir hans gæfu innsýn inn í fortíðina á meðan aðrir gagnrýndu þáttinn. Meðal gagnrýnenda var Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem skrifaði: „Ómar hefur gert mikið og á heiður og aðdáun skilið fyrir sitt lífsverk en ég hef alltaf litið á þennan þátt hans um Gísla sem hans versta axarskaft. Þarna er maður sem er hreinlega fatlaður, utanveltu og veit ekkert hvaðan á sig stendur veðrið. Þá kemur allt í einu einhver maður að sunnan með græjur og eltir hann um túnið og hann hrökklaðist undan honum eins og sært dýr. Mér fannst þetta óskaplega sorglegt, var misboðið og var alveg gáttaður þegar ég sá undirtektir fólks. Að það væri að hrífast af þessu.

Þá er það ekki ljóst hvor það var Gísli sem einangraði sig frá samfélaginu eða hvort honum var útskúfað fyrir að vera öðruvísi. Það er hinsvegar vitað að hann var oft einmanna og var ekki ánægður með þær aðstæður sem hann lifði við.
Heimild Wikipedia og nat.is

Myndasafn

Í grennd

Arnarfjörður
Arnarfjörður er mikill flói, sem opnast milli Kópaness og Sléttaness. Hann er 5-10 km breiður og um 30   km langur inn í botn Dynjandisvogs. Innanvert…
Bíldudalur
Bíldudalur er kauptún utarlega við Bíldudalsvog, sem gengur inn úr Arnarfirði. Verslun hófst snemma á Bíldudal og settu margir merkir athafnamenn merk…
Selárdalskirkja, Selárdalur
Selárdalskirkja er í Bíldudalsprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Selárdalur er bær, kirkjustaður og fyrrum prestssetur yzt í Ketildölum við vest…
Selárdalur
Selárdalur er næstvestastur Ketildala í Arnarfirði. Í dalnum er bær sem heitir líka Selárdalur og var eitt af höfuðbólum Vestfjarða. Selárdalsprest…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )