Gilsbakkakirkja er í Reykholtsprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Hún var byggð 1908 og endurbyggð og vígð 1954. Prestakallið var lagt niður 1907 og báðar sóknir þess lagðar undir Reykholt. Í katólskum sið voru kirkjurnar helgaðar heilögum Nikulási.