Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Geirshólmur

Geirshólmur er næstum kringlóttur klettshólmur, nærri Þyrilsnesi í Hvalfirði. Hans er getið í Sturlungu Harðar sögu og hólmverja. Hörður Grímkelsson var foringi ræningja, sem höfðust við á hólmanum, þar til þeir voru ginntir í land með gylliboðum og drepnir. Herði tókst þó að drepa 13 manns áður en hann lét lífið.

Helga Jarlsdóttir, kona hans, treysti ekki á byggðamenn og beið í hólmanum með syni sína tvo, fjögurra og átta ára. Hún synti til lands með hinn yngri á bakinu en hinn eldri, Grímkell, synti þar til honum fataðist sundið og Helga, sem hafði snúið við, þegar hún hafði komið hinum yngri í land, kom honum til hjálpar. Þau komust yfir Þyril til Skorradals, þar sem skotið var skjólshúsi yfir þau. Liðsflokkur Sturlu Sighvatssonar settist að í hómanum um tíma á Sturlungaöld og fór þaðan í ránsferðir.

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…
Hvalfjörður
Ferðavísir Kjósarhreppur Hvalfirði Reykjavík 15 km <Kjósarhreppur Hvalfirði>Akranes 34 km,   Borgarnes 60 km , Húsafell 117 km um Bæjarsveit…
Hvammsvík
Hvammsvík er jörð í Kjósarhreppi. Hvammur er landnámsjörð samkvæmt Landnámabók en Hvammsvíkur er fyrst getið sem hjáleigu á sautjándu öld. Breski og b…
Kjósarhreppur
Kjósarhreppur Sveitafélagið er dreifbýlishreppur (landbúnaðarhérað), 298 ferkílómetrar að stærð. Íbúar með  lögheimili í hreppnum 1. janúar 2020 vor…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )