Geirshólmur er næstum kringlóttur klettshólmur, nærri Þyrilsnesi í Hvalfirði. Hans er getið í Sturlungu Harðar sögu og hólmverja. Hörður Grímkelsson var foringi ræningja, sem höfðust við á hólmanum, þar til þeir voru ginntir í land með gylliboðum og drepnir. Herði tókst þó að drepa 13 manns áður en hann lét lífið.
Helga Jarlsdóttir, kona hans, treysti ekki á byggðamenn og beið í hólmanum með syni sína tvo, fjögurra og átta ára. Hún synti til lands með hinn yngri á bakinu en hinn eldri, Grímkell, synti þar til honum fataðist sundið og Helga, sem hafði snúið við, þegar hún hafði komið hinum yngri í land, kom honum til hjálpar. Þau komust yfir Þyril til Skorradals, þar sem skotið var skjólshúsi yfir þau. Liðsflokkur Sturlu Sighvatssonar settist að í hómanum um tíma á Sturlungaöld og fór þaðan í ránsferðir.