Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Geirfuglasker

geirfugl

Geirfuglasker er lítið sker skammt frá Reykjanesi. Eins og nafnið bendir til var skerið nytjað til veiða á geirfugli. Geirfuglabyggðin í skerinu var aleydd um aldamótin 1800.

Nú er Geirfuglasker sokkin í sæ og Geirfuglinn horfinn!!!

Annað Geirfuglasker sem er 43 m hátt sker suðvestur af Heimaey. Nafnið er dregið af gamalli geirfuglabyggð sem var í eynni og var skerið einn af þremur öruggum varpstöðum geirfuglsins við Ísland.

Talið er, að a.m.k. 10 eldgos hafi orðið á þessu svæði á sögulegum tíma og gosið 1783 er einna þekktast. Þá myndaðist eyja, sem var kölluð Nýey. Hún var strax eignuð Danakonungi með úrskurði hans hátignar. Þegar hennar var svo vitjað næsta ár, var hún horfin. Einhver eldsumbrot voru á þessum slóðum á árunum 1970-71.

Myndasafn

Í grennd

Eldey
Eldey er 77 m hár, þverhníptur, 0,03 km² klettur u.þ.b. 15 km sunnan Reykjaness. Hún er úr móbergi og   er innsta skerið á grynningum, sem ná u.þ.b. 8…
Reykjanesfólkvangur
Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975, og standa að honum þessi sveitafélög: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )