Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykjanesfólkvangur

Eldvörp Reykjanesi

Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975, og standa að honum þessi sveitafélög: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Stjórn fólkvangs er í höndum þessara sveitafélaga í samráði við Umhverfisstofnun.

Fólkvangurinn er um 300 km2 að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar hér á landi. Mörk hans að austan eru sýslumörk Gullbringu- og Árnessýslu og að norðan tengist hann Bláfjallarfólkvangi. Vesturmörk fólkvangsins eru vestan við Undirhlíðar og Núpshlíðarháls í sjó við Seltanga og suðurmörk fylgja strandlínu.

Eina stóra stöðuvatnið er Kleifarvatn. Það er afrennslislaust ofan jarðar en sunnan þess eru litlar tjarnir og votlendi. Landið er fjöllótt, tveir áberandi fjallshryggir liggja eftir því í NA-SV stefnu og eru í um 300-400 m hæð yfir sjó, Núpshlíðarháls og Sveifluháls. Brennisteinsfjöll eru austast í fólkvanginum en þar ná nokkur fjöll 500-600 m hæð. Langahlíð er fjallshryggur sem liggur austan og norðan við Kleifarvatn. Landið er víðast þakið hraunum og sums staðar hafa þau runnið í sjó fram.

Við ströndina eru litlar víkur, Hælsvík og Keflavík og milli þeirra er strandbergið Krýsuvíkurberg.

Landið er kjörið til útivistar og náttúruskoðunar.

Kaldársel-Helgafell Kleifarvatn- Krýsuvík-Krýsuvíkurberg Selatangar

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir Reykjanes
Gönguleiðir um Reykjanes. Vogar-Njarðvík.  Ævagömul leið liggur um Reiðskarð yfir Vogastapa og Grímshól. Vogar-Grindavík. Þessi leið er kölluð Skó…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )