Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fuglar Vesturlands

Tjaldur

FuglarÁ Hvalfirðinum synda æðarendur, strandfuglar eru þar víða í fjörunum og svartbakur, sílamávur,   bjartmávur, hettumávur og fýll voru mjög algengir við hvalstöðina, þegar hún var og hét. Í lágsveitum Borgarfjarðar verpa algengustu fuglategundirnar vítt og breitt. Jaðrakan er orðin algeng og einnig margar tegundir sjófugla, s.s. topp- og dílaskarfur. Strandlengjan milli mynnis Borgarfjarðar og Snæfellsness er að mestu sendin. Þar eru miklar flæður í útfiri og kjörlendi rauðbrystings, tildru, sendlinga, sandlóu og lóuþræls. Á fartímunum iðar þetta svæði af lífi. Tjaldurinn er einn einkennisfugla á slíkum svæðum. Óðinshani á sér bólstað á eyjunum fyrir ströndinni (Hjörsey). Margæs sést í stórum hópum á fartímunum. Blesgæs er algeng vor og haust og vart verður helsingja. Brandugla heldur sig á kjörsvæðum en er ekki algeng.

Á sunnanverðu Snæfellsnesi, austan Búða, eru mörg smávötn, þar sem sjá má himbrima, lóm, margar andategundir, flórgoða, varpstöðvar svartbaks, kríu, óðinshana o.fl. tegunda. Á Arnarstapa og Hellnum úir og grúir af ritu og ekki sakar sérstætt, náttúrulegt umhverfi þessara staða. Vestast á nesinu eru tvö fuglabjörg með ritu, fýl, langvíu og stuttnefju. Við Hellissand og Rif er eitthvert stærsta kríuvarp landsins og á Grundarfjarðarsvæðinu verpir bartmávur í hamrabeltum og á Melrakkaey verpa þeir á flatlendi. Breiðafjarðareyjar eru griðastaður ótrúlegs fjölda fugla, einkum topp- og dílaskarfs og óðinshani verpur á nokkrum þeirra. Hægt er að komast út í eyjar frá kauptúnunum á norðanverðu nesinu. Talsvert er um haförn á Breiðafjarðarsvæðinu. Talsvert hvítmávsvarp er í Klofningi, norðan Hvammsfjarðar.

Vissir þú að lundinn sest up á sama tíma 15 mai, þegar krían kemur til landsins og að krían fer á sama tíma 15 Ágúst, þegar lundinn yfirgefur varpstöðvar sínar á Íslandi !!

Meira um Fugla

Myndasafn

Í grennd

Flóra Íslands
Íslenska flóran er fátækari en tilefni er til. Loftslag og lega landsins eru hagstæð fleiri tegundum. Talið  er, að tegundafjöldi háplantna sé í nánd …
Fuglar Íslands
Ísland státar ekki af fjölskrúðugri varpfuglafánu. Hér hafa sézt u.þ.b. 330 tegundir fugla, u.þ.b. 85 þeirra eru varpfuglar eða hafa reynt varp og u.þ…
Íslensku Húsdýrin
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…
Villt spendýr
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )