Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Frostastaðavatn

Frostastaðavatn er að mestu umgirt hraunum, Dómadalshraun að vestan, Námshraun að sunnan ogað norðan. Vatnið og umhverfi þess er ægifagurt. Stærð þess er 2,6 km² og hæð yfir sjó 572 m. Vegurinn liggur meðfram vatninu norðan- og austanverðu. Mikið er af bleikju í vatninu en urriða hefur fækkað.

Veiðihús er við Landmannahelli en styttra er til Landmannalauga. Stangafjöldi í vatnið er ekki takmarkaður.

Sagt er, að fólkið á Frostastöðum hafi borðað eitraðan öfugugga úr vatninu og dáið. Ung stúlka er sögð hafa gefið einum þeirra manna, sem hún lagði hug á, loðsilung til að ná ástum hans.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 182 km.

Veiðikortið:
Staðsetning: Hnit: 64° 1.021’N, 19° 2.830’W
Frostastaðvatn er í Landmannaafrétt á miðhálendinu og er það stærsta vatnið í vatnaklasanum sem er kenndur við vötnin sunnan Tungnaár.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi:
Ekið er inn á Landveg (26) af þjóðvegi 1 við Landvegamót og ekið sem leið liggur þangað til komið er að leið merktri Dómadalsleið (Landmannaleið). Fara þarf að Landmannahelli en þar þurfa veiðimenn að skrá sig og geta haldið þaðan í vatnið, sem er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Landmannahelli. Akstur frá Reykjavík inn í Frostastaðavatn eru um 2 klst og 40 mín.

Upplýsingar um vatnið:
Vatnið er stærst af vatnaklasanum sunnan Tungnaár. Það er í um 570 m. hæð yfir sjávarmáli og er um 2,5 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er rúmir 2 m. en meðaldýpi er um 1 m. Þessi leið er einungis fær fjórhjóladrifnum bifreiðum. Það þarf að aka yfir kvíslar á leiðinni.

Veiðisvæðið:
Um er að ræða allt vatnið. Besta veiðin er í hrauninu en vinsælast er að veiða við bílastæðið. Mikill fiskur er í vatninu og því um að gera fyrir veiðimenn að prófa fleiri staði.

Gisting:
Í Landmannahellir er rekin ferðaþjónustan Hellismenn (landmannhellir.is) og einnig má kaupa gistingu í Áfangagili (afangagil.is). Báðir þessir staðir bjóða upp á gistingu og skipulagt tjaldssvæði með hreinlætisaðstöðu.

Veiði:
Í vatninu eru aðallega bleikja en urriði líka. Mest er að smá bleikju og er mikið af henni. Vatnið er sennilega eitt besta veiðivatnið fyrir yngri kynslóðina til að fá örugglega fisk. Einnig eru vænir silungar inn á milli. Veiðitölur má sjá á www.veidivotn.is

Daglegur veiðitími:
Heimilt er að veiða frá kl. 7:00 til 24:00.

Tímabil:
Veiðitímabilið hefst um 20. júní þegar það er orðið greiðfært uppeftir og því lýkur 15. september.

Agn:
Heimilt að nota agn, lifandi eða dautt, sem fiskurinn eltir og tekur. Aldrei má nota nema eitt agn við hverja stöng. Við veiði má aldrei nota krækjur eða neitt annað sem festist í fiski að honum óvörum og án þess að hann elti það. Litlar púpur og straumflugur gefa jafnan góða veiði og fyrir þá sem veiða á kaststöng þá er iðulega betra að nota flot og flugu heldur en annað agn.

Besti veiðitíminn:
Það er mikið af fiski í vatninu og virðist ekki skipta mála hvaða tíma dags er veitt en almennt veiði best á morgnana og kvöldin.

Annað:
Frostastaðavatn er aðeins eitt vatn af fjölmörgum vötnum sunnan Tungnár. Veiðikortið gildir hins vegar aðeins í Frostastaðavatn en auðvelt er að kaupa leyfi í Landmannahelli vilji menn kaupa aðgang að fleiri vötnum.  Hafa ber í huga að allt vatnasvæðið er Friðland og biðjum við þá sem þar fara um að taka tillit til þess í umgengi.

Reglur:
Veiðimenn skrá sig til veiða í Landmannahelli þar sem þeir fá veiðileyfi með veiðiskýrslu til útfyllingar. Skila ber skýrslunni í Landsmannahelli eða í merktan póstkassa við gatnamótin á Dómadalsleið og Hrauneyjaleið við Tjörfafell. Einnig má taka mynd af veiðiskýrslu og senda á info@landmannahellir.is.
Veiða skal frá landi og eru hólmar friðaðir. Börn yngri en 14 ára veiða frítt með korthafa. Brot á veiðireglum fellur niður veiðirétt samstundis og eiga menn jafnvel á hættu að missa veiðitæki sín og afla, samvæmt heimild í lögum um lax- og silungsveiði. Óheimilt er að gera að fiski við vötnin en bent á aðgerðaborð við Landmannahelli. Skotvopn eru stranglega bönnuð á svæðinu. Fuglar eru friðaðir. Akstur utan vega er bannaður og innan Friðlandsins að Fjallabaki er aðeins heimilt að tjalda á mektum tjaldstæðum.

Óheimilt er að aka utan vega. Notkun báta er aðeins leyfð við netaveiði og fiskirannsóknir.

Vegna fiskirannsókna á vatnasvæðinu eru veiðimenn beðnir að gæta að hvort veiddir fiskar séu merktir með plastmerki í baki. Þá fiska þarf að mæla lengd og þyngd, skrá númer merkis og tilgreina veiðistað og skila til veiðivarða við Landmannahelli.

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Skálaverðir í Landmannahelli sjá um veiðivörslu og bendum við á Landmannahelli ef frekari upplýsinga er þörf.

Myndasafn

Í grennd

Dómadalsleið
Dómadalsleið er vestasti hluti hinnar gömlu Landmannaleiðar, sem er tíðast kölluð Fjallabaksleið nyrðri. Hún liggur austur úr Sölvahrauni, austan norð…
Friðland að Fjallabaki
Friðland að Fjallabaki Þetta friðland var stofnað 1979. Það nær yfir 47 km² lands og er ofar 500 m hæð yfir sjó. Svæðið er fjöllótt og eldvirkt og þa…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Vötn að fjallabaki
Hin eina sanna Landmannaleið liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu um Dómadal. Þetta er einn og litskrúðugasti fjallvegur landsins, sem er akfær…
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )