Frostastaðavatn er að mestu umgirt hraunum, Dómadalshraun að vestan, Námshraun að sunnan ogað norðan. Vatnið og umhverfi þess er ægifagurt. Stærð þess er 2,6 km² og hæð yfir sjó 572 m. Vegurinn liggur meðfram vatninu norðan- og austanverðu. Mikið er af bleikju í vatninu en urriða hefur fækkað.
Veiðihús er við Landmannahelli en styttra er til Landmannalauga. Stangafjöldi í vatnið er ekki takmarkaður.
Sagt er, að fólkið á Frostastöðum hafi borðað eitraðan öfugugga úr vatninu og dáið. Ung stúlka er sögð hafa gefið einum þeirra manna, sem hún lagði hug á, loðsilung til að ná ástum hans.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 182 km.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: