Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fossvellir

Við Fossvelli hefur verið brú yfir Jökulsá á Dal frá fornu fari og öldum saman var hún hin       eina á landinu.  greiddu endurbyggingu hennar í kringum 1600. Trébrúarþing var háð við brúna fyrrum. Snemma á 20. öld var unnið að vegabótum við hana.

Þá fundust mannabein í klettaskoru rétt austan brúarinnar. Margir töldu, að þarna væri kominn silfursali nokkur, sem hvarf á þessum slóðum og bóndinn á Fossvöllum var grunaður um morð.

Gunnar Jónsson, hálfbróðir séra Sigurjóns á Kirkjubæ, bjó á Fossvöllum á fyrri hluta 20. aldar. Hann var maður mjög ýkinn og oft líkt við Munchausen. Sigurjón orti eftirfarandi vísu um hann:

Gunnar bróðir minn minn
Hann hefur sinn sinn
Nefnilega kjaftinn
Í kringum allan hausinn.

Gunnar sagði eitt sinn svo frá: „Einhvern tíma var ég á minni uppáhaldsmeri milli bæja. Kemur þá ekki snælduvitlaus graðfoli, sem ólmur vildi koma fram vilja sínum. Hann hrakti mig af baki, en af því mér var ekki gefið um ætlunarverk hans, greip ég húfu mina og gat rétt komið henni aftan á merina áður en ósköpin hófust. Húfan hvarf og var mér svosem engin eftirsjá í henni. En viti menn! Í fyllingu tímans kom folald í heiminn og haldiði ekki að það hafi haft húfuna mina á kollinum.”

 

Myndasafn

Í grennd

Jökulsá á Brú/Dal
Jökulsá á Brú eða Jökulsá á Dal en Jökla í munni flestra fyrir austan. Hún er lengst allra vatnsfalla á Austurlandi og mest þeirra. Hún er 150 km löng…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )