Fssárvötn eru í Fljótsdalshreppi í N-Múlasýslu. Þau eru 0,62 km² og í 592 m hæð yfir sjó. Fossá úr þeim til Jökulsár, sem síðar verður Lagarfljót. Þriggja km ganga er til vatnanna og allmikið á fótinn. Góð bleikja er í þeim, 1-2 pund. Netaveiði hefur verið stunduð með góðum árangri.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 759 km (42 km styttri um Hvalfjarðargöng) og 54 km frá Egilsstöðum.