Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fögruhlíðarós

Fögruhlíðará og Fögruhlíðarós er austast í Jökulsárhlíð og tilheyrir Ketilstöðum. Þarna er fagurt   umhverfi og vegaslóði liggur að ánni frá þjóðveginum, þar sem hann sveigir upp á Hellisheiði. Áin kemur upp inni á öræfum, en er fiskgeng að fossum miklum, um það bil 10-12 km frá sjó. Áin er lítið þekkt og stunduð og liðast að mestu lygn um gróinn dalinn. Mikið gengur af sjóbleikju í ána og Fögruhlíðarós er þekktur sjóbleikjustaður. Þar byrjar bleikja að ganga inn um mánaðamót maí og júní og framan af júlí getur verið mikið fjör í ósnum, þegar göngurnar koma inn á flóðinu. Bjarnarey blasir við frá landi. Káldá er minna þekkt sem veiðiá, enda engin skipulögð veiði verið stunduð þar fram að þessu en í Kaldá er bæði lax og vænar bleikjur.

Fögruhlíðarós, og Kaldá, eru seldar saman enda örstutt á milli þeirra og einungis verða fjórar stangir leyfðar samtals í þeim báðum . Ósinn er oftast veiddur af sandinum að sunnanverðu, en þó er vel hægt að standa á klöppum undir hlíðinni að norðan. Mikil náttúrufegurð er við flóann, fuglalíf mikið og auk þess leyfilegt eftir samkomulagi að veiða á nóttunni, standi þannig á sjávarföllum, og er haft fyrir satt að það sé kyngimagnað að standa við Fögruhlíðarós á sumarnóttu og draga sjóbleikjur.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …
Veiðifélagið Strengir
Hrútafjarðará: Hrúta ásamt Síká gefur að meðaltali um 400 laxa á stangirnar þrjár og eitthvað af sjóbleikju. Gott veiðihús. Laus veiðileyfi Minni…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )