Tvívængjur (diptera)
Innan þessa ættbálks eru í kringum 380 tegundir hérlendis. Svonefndar moskítóflugur (culicidae) finnast hvorki hér né í Færeyjum, sem er sérstakt, vegna þess, að þær finnast í öllum öðrum löndum heims. Líklega kemur umhleypingasamt veðurlag í veg fyrir landnám þeirra. Meðal algengra tvívængna hérlendis eru: Stóra húsfluga (musca domestica), litla húsfluga (fannia cannicularis), hrossafluga (tipulidae), maðkafluga (fiskifluga; calliphora; a.m.k. 4 teg.), mykjuflugna, *bitmý (simulidae; 4 teg.) og **rykmý (chironomidae).
*Bitmý (simulium vittatum) er amerísk og eina tegundin, sem bítur menn og önnur spendýr. Kvenflugurnar bíta og bitin eru óþægileg. Gullmý (simulium aureum) og vormý (simulium vernum) leggst aðeins á fugla (kvenflugur). Meyjarmý (cnephia ursinum): Hér hafa aðeins fundizt kvenflugur, sem sjúga blómasafa, en það gera karlflugur allra tegunda bitmýs.
**Rykmý er algengasta ætt vatnaskordýra á landinu. Alls hafa u.þ.b. 50 tegurndir fundizt og flestar við Mývatn. Erlendis finnast víða allt að 1000 tegundir við ár, vötn og votlendi. Stærsta tegundin hérlendis er toppfluga (chironomus islandiicus). Alls hafa verið áætlaðar 100.000 toppflugulirfur á m² við Mývatn. Þessi tegund er mikilvæg fæða fyrir silung. Litla toppfluga er kölluð slæðumý (tanubarsus gracilentus). Bogmý (orthocladiinae) er algengt þar sem mikið er um þörunga og blómjurtir.
Sveifflugur (syphidae; randaflugur)
Þessar flugur prýða marglitar rendur og þær eru á stærð við fiskiflugur. Þær halda sig að mestu í grennd við blóm og geta verið kyrrar í loftinu, líkt og þyrlur. Hérlendis hafa fundizt í kringum 30 tegundir og hin mest áberandi er cyrphus torvus.
Æðvængjur (hymenopterae
Hérlendis finnast u.þ.b. 260 tegundir af þessum ættbálki og þær eru flestar sníkjudýr á öðrum smádýrum: *Býflugur (apidae; af ætt hunangsflugna), **hunangsfluga (bombus) og ***geitungar (vespula germanica og dolichovespula norvegica).
*Býflugur. Þetta nafn er komið til vegna þess að þær eru félagslyndar og búa í fjölbýli með allt að 70.000 þernum, sem framleiða hunang og fræva blóm. Þær fara u.þ.b. 50 ferðir til að sækja 1 gr af hunangi og allt a 15 milljónir flugstunda fara í að sækja 1 kg. Karlflugurnar hafa ekki stungubrodd og eru algerir iðjuleysingjar. Hin eiginlega tegund býflugna (apis mellifera) finnst ekki hér á landi. Býflugnarækt hefur verið reynd hérlendis með m.a. mellitta urbancic.
**Hunangsflugur. Þrjár tegundir hafa fundizt hérlendis. Aðeins ein þeirra hefur verið hér frá upphafi mannvista, bombus jonellus og hinar tvær hafa borizt með vörum til landsins með gámum, bombus hortornum og bombus lucorum.
***Geitungar fundust ekki hérlendis fyrr en á áttunda áratug 20. aldar. Þrjár tegundir hafa fundizt og tvær þeirra eru af ættbálknum vespula. Þær halda sig aðallega við híbýli Reykvíkinga og hin síðarnefnda, dolichovespula norvegica, er algengari víða um land.
Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar kröfur til aðbúnaðar. Sumar tegundir lúsmýs eru illa þokkaðir bitvargar á spendýrum, mönnum þar á meðal. Sumar geta borið skaðlega sýkla í blóðgjafa sína