Lítil bergvatnsá, sem veidd er með þremur stöngum á dag. Hún dregst saman úr tjörnum og pollum ofan byggðar í Flókadal og fellur til Hvítár. Hún deilir ósi með Reykjadalsá og heitir veiðistaðurinn í vatnamótunum Svarthöfði og er nafntogaður veiðistaður.
Flóka er gjöful og skemmtileg á, sumarafli er oftast á bilinu 250 til 350 laxar.