Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fljótsdalsstöð

Fljótdalsstöð

Fljótsdalsstöð

Það liðu fjögur ár frá því framkvæmdir hófust árið 2003 og þar til aflstöðin var komin í fullan rekstur árið 2007. Samfara byggingu stöðvarinnar var byggð álverksmiðja á Reyðarfirði og er orkan úr stöðinni seld þangað að stærstum hluta.

Fallhæð vatnsins á hinni löngu leið frá lónunum á hálendinu að inntaki stöðvarinnar er um 200 m. Tveir þriðju hlutar heildarfallhæðarinnar eru í um 400 m háum nánast lóðréttum fallgöngum við Fljótsdalsstöð. Samanlögð fallhæð vatnsins er því yfir 600 m. Í stöðvarhúsinu knýr vatnið sex öfluga hverfla og rennur svo um frárennslisgöng og skurð út í Jökulsá í Fljótsdal austur undan Valþjófsstað í 26 m hæð yfir sjávarmáli. Stöðvarhúsið er staðsett neðanjarðar, inni í Valþjófsstaðafjalli og er aðkoma að því um sérstök 800 m löng aðkomugöng.

Myndasafn

Í grend

Landsvirkjun ferðaþjónusta
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Gestamóttökur. Gestastofa Árnesi Gnúpverjahreppur Blönduvirkjun Kjalvegur Búðarhálsstöð Hraune…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )