Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fljótavatn

Rekavík

Fljótavatn er í Sléttuhreppi í N-Ísafjarðarsýslu. Það er 3,9 km², grunnt og í 1 m hæð yfir sjó. Bæjará,   Svíná, Hvanná, Reyðá og fleiri lækir falla í það, en útfallið er um ós í Fljótavík. Vegasamband er ekkert og samgöngur eru á sjó. Lenda má litlum flugvélum á sandinum niðri við sjóinn.

Umhverfi vatnsins er gróið og víða mikið blómaskrúð. Í vatninu er bæði vatnableikja og urriði, einnig sjóbleikja og sjóbirtingur neðan til. Hann er fremur smár.

Bleikjan er stærri og miklu meira af henni.
Þar orð lá á, að ísbirnir kæmust ekki heim að bæjum í Fljótum meðan búseta héldist þar. Áttu kennileiti við sjóinn að villa þeim sýn.

Myndasafn

Í grennd

Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )