Fjárhússvatn er lítið vatn í Melasveit. Það er nokkuð vinsælt meðal þeirra, sem þekkja það og er fjölskylduvænn veiðistaður. Afrennsli þess er Fiskilækur. Bæði urriði og bleikja veiðast þar, mest 1-2 punda, og er best að veiða fyrri hluta sumars. Vegalengdin frá Reykjavík er 63 km um Hvalfjarðargöng).