Elliðaey er þriðja stærsta eyja Vestmannaeyja. Hún er norðaustan Heymaeyjar og norðan Bjarnareyjar. Hún er sæbrött en lægri að austanverðu, þar sem uppganga er tiltölulega greið um Austurflá. Hún er mjög grösug og er notuð fyrir útbeit 258 fjár. Jafnvel nautgripum var beitt þar yfir sumarið.
Þar var líka heyjað fyrrum. Geysilegur fjöldi sjófugla er í björgunum og fugla- og eggjatekja mikil. Hæsti punktur eyjunnar er að norðanverðu, þar sem heitir Hábarð (145 m). Uppi á eyjunni eru tveir gjallgígar og kofi veiðimanna, sem dvelja þar um tíma á hverju sumri til að veiða lunda og safna eggjum.
Vissir þú að lundinn sest up á sama tíma 15 mai, þegar krían kemur til landsins og að krían fer á sama tíma 15 Ágúst, þegar lundinn yfirgefur varpstöðvar sínar á Íslandi !!
Elliðaey á alnafna í Breiðafirði