Eldvörp rétt austan vegarins til Grindavíkur, suður af Vogastapa. Er yngsta hraunið á því svæði runnið þaðan en eldvarpið sjálft er dyngja. Í Arnarsetri urpu fyrrum ernir að sögn Bjarna Sæmundssonar.
Arnarstofninn hefur smám saman verið að rétta úr kútnum á undanförunum árum og því má búast við að þeir setjist að í öðrum landshlutum er fram líða stundir.
Talsvert er um haförn á Breiðafjarðarsvæðinu.
Á Reykjanesskaganum eru fuglabjörg í Hafnabergi og Krýsuvíkurbjargi. Þar eru toppskarfar, síla- og bjartmávar, álka, Lundi, langvía og stuttnefja. Teista býr víðast um sig í sprungum og í skjóli stórgrýtisins neðst í fuglabjörgunum. Þórshani fannst til skamms tíma við Sandgerði og sendlingur og snjótittlingur verpa umhverfis bæinn. Við Garðskagavita er eini opinberi fuglaskoðunarstaður landsins.