Eldborgir eru venjulega túlkaðar í eintölu og eru undir Geitahlíð austan Krýsuvíkur. Suðurstrandarvegur gamli liggur á milli þeirra og skammt er til uppgöngu á Stóru-Eldborg.
Þetta eru formfagrir gjallgígar á suðvesturenda gígaraðar, sem skildi eftir hraun alla leið til sjávar. Hraunið frá Litlu-Eldborg, sem er talsvert minna og austar, rann yfir hraun Stóru-Eldborgar.