Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eiðavatn

Eiðavatn er í Eiðaþinghá. Það er 1,7 km² og í 32 m hæð yfir sjó. Eiðalækur rennur í það og Fiskilækur úr   því til Lagarfljóts. Eiðavatn liggur í þjóðbraut í grónu kjarrlendi.

Vatnið hefur löngum verið gjöfult og hefur veiðzt meiri bleikja en urriði. Sumarhótelið að Eiðum hefur verið góð vistarvera fyrir veiðimenn. Netaveiði er stunduð í smáum stíl í vatninu. Fallegur, skógi vaxinn hólmi er í vatninu og allmörg sumarhús BSRB hafa risið við það. Prestafélag Austurlands á sumarhús austan þess.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 710 km og 14 km frá Egilsstöðum.

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Eiðar
Fyrrum voru Eiðar stórbýli og þar var búnaðarskóli og alþýðuskóli og áður en yfir lauk var þar hluti Menntaskólans á Egilsstöðum. Þar var einnig kirk…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )