Eiðavatn er í Eiðaþinghá. Það er 1,7 km² og í 32 m hæð yfir sjó. Eiðalækur rennur í það og Fiskilækur úr því til Lagarfljóts. Eiðavatn liggur í þjóðbraut í grónu kjarrlendi.
Vatnið hefur löngum verið gjöfult og hefur veiðzt meiri bleikja en urriði. Sumarhótelið að Eiðum hefur verið góð vistarvera fyrir veiðimenn. Netaveiði er stunduð í smáum stíl í vatninu. Fallegur, skógi vaxinn hólmi er í vatninu og allmörg sumarhús BSRB hafa risið við það. Prestafélag Austurlands á sumarhús austan þess.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 710 km og 14 km frá Egilsstöðum.