Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Efranúpskirkja

Efranúpskirkja er í Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Kirkjusetur á hinum forna á Efri-Núpi er ævagamalt. Hér er efsta byggðarból í sveit (200m.y.s.), Fremri-Torfustaðahreppi, og sókn. Voru löngum talin 14-15 býli í sókninni. Frá Efri-Núpi er talinn 10 stunda gangur suður um Arnarvatnsheiði til byggða Borgarfjarðar. Var umferð mikil fyrrum og gjarnan gististaður á Efra-Núpi. Varð hér hinzti náttstaður Rósu Guðmundsdóttur skálds, sem er kennd við Vatnsenda í Vesturhópi, 28. sept. 1855. Árið 1965 komu húnvetnskar konur veglegum steini fyrir á leiði hennar.

Jón Arason Hólabiskup sló eign sinni á Efra-Núp 1535 og úr fyrra sið er enn þá varðveitt kirkjuklukka, 23 sm í þvermál og ber gotneskt letur, þar sem greinir á hollenzku, að steypt sé 1510. Hin klukkan er frá 1734, nær 6 sm stærri og á hana letrað nafn Guðmundar Jonassens. Í stað timburkirkju frá 1883 var reist steinsteypt kirkjuhús 1960. Sigurður Jónsson, vinnumaður á Efra-Núpi, gaf allt sementið og mjög unnu sjálfboðaliðar að og margar gjafir gefnar í kirkjumunum, enda er kiekja, sem séra Sigurður Stefánsson víglsubiskup á Möðruvöllum vígði hinn 20. ágúst 1961, prýðilega búin.

Húsið er 9,5 x 5,7 m að innanmáli í einu skipi undir járnþaki með timburturni yfir kirkjudyrum. Á hvorum kirkjuvegg eru 3 sexrúðugluggar undir rómönskum boga, en lítill einrúðugluggi sinn hvorum megin við altari. Kirkjan er björt, hvítmálaðir múrveggir og lýsing frá vænum kristalshjálmi og 8 ljósaliljum. Súðin er viðarklædd að mæni og panellinn lakkborinn sem breiðir kirkjubekkrinir, er rúma 60 í sæti. Altair er stórt, 1,8 x 0,7 sm og grátur að framan en opið til hliða á kórgólfi, farfað brúnum lit eins og fimmstrendur predikunarstóllinn.

Hátt á kórgafli er trékross, en altaristaflan málverk Eggerts Guðmundssonar, er sýnir Jesú blessa börnin. Stjakar eru 4 og kaleikur og patína af silfri og með gyllingu innan, allt góðir gripir, sem og skrúði kirkjunnar. Hljóðfærið er gamalt Spartha-harmoníum frá Gera í Thüringen í Þýzkalandi og stendur í norðvesturhorni, þar sem rými er fyrir söngflokk. Kirkjunni er þjónað frá Melstað

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )