Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Dyngjuháls

Dyngjuháls er allbreiður og langur hryggur, sem teygist í átt til Trölladyngju undan vestanverðum Dyngjujökli, austan Gæsavatna. Yfir hann liggur u.þ.b. 20 km löng jeppaslóð, sem hverfur stundum undir stóra snjóskafla á austanverðum hálsinum. Skaflarnir og Flæðurnar austan Urðarháls eru einu torfærurnar, sem geta valdið fólki erfiðleikum á Gæsavatnaleið. Hæsti hluti jeppaslóðarinnar yfir hálsinn er í 1222 m hæð yfir sjó.

Eftir endilöngum hálsinum liggja fimm gígaraðir, þannig að þetta litla svæði mun vera hið eldbrunnasta á landinu. Eldsprungurnar á Dyngjuhálsi eru 5-10 km langar og framhald þeirra er að finna norðan Trölladyngju. Frá þessum sprungum hafa runnið hraun suðvestur í Vonarskarð og norður með Skjálfandafljóti austanverðu niður í Marteinsflæðu og Hraunárdal.

Myndasafn

Í grennd

Gæsavatnaleið
Nú á dögum eru fáar fjallaleiðir eftir fyrir þá, sem kæra sig ekki um uppbyggða vegi og brýr yfir allar ár. Gæsavatnaleið liggur frá Tómasarhaga og Ha…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )