Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Dvergasteinn

Dvergasteinn er bær við norðanverðan Seyðisfjörð. Þar var áður kirkjustaður og prestssetur. Kirkjan var  að Vestdalseyri fyrir aldamótin 1900 og síðar, árið 1920, inn á Fjarðaröldu, þar sem hún stendur nú. Prestssetrið var á Dvergasteini til ársins 1928. Síðasti presturinn þar var séra Sveinn Grímsson Víkingur. Katólskar kirkjur á Dvergasteini voru helgaðar Maríu guðsmóður.

Niðri í fjöru neðan bæjar er stór steinn, sem líkist húsi í lögun. Sagan segir, að þessi steinn og kirkjan hafi staðið hlið við hlið sunnan fjarðar. Þegar kirkjan var flutt norður yfir, kom steinninn siglandi á eftir henni yfir fjörðinn.

Alfaraleið yfir Hjálmárdalsheiði til Loðmundarfjarðar lá frá Dvergasteini fyrrum. Núna er hún fáfarin en ein margra slíkra gönguleiða, sem eru upplagðar fyrir göngugarpa nútímans. Páll Ólafsson, skáld, fæddist á Dvergasteini.

 

Myndasafn

Í grennd

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1895. Hann er og var mikill síldarbær en atvinnulífið nú tengist mest útgerð og fiskvinnslu. SR mjöl rekur …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )