Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Djúpavatn

Veiði á Íslandi

Djúpavatn er 0,15 km² stöðuvatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga í 195 m hæð yfir sjó. hluti þess er 16,7 m og það er líklega gígvatn líkt og Grænavatn á Vesturhálsi og Arnarvatn á Sveifluhálsi. Umhverfi þessa vatns er ákaflega fallegt og friðsælt.

Mikið er af bleikju í vatninu en hún er fremur smá. Það var talið fisklaust þar til bleikju af Þingvallastofni var sleppt í það í kringum 1960. Vatnið er afar vinsælt hjá fjölskyldufólki, því stangarfjöldi er takmarkaður og því hægt að hafa vatnið út af fyrir sig. Gott hús er og á staðnum til afnota fyrir veiðimenn.

Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur vatnið á leigu. Einnig hefur SVFR haft leyfi í vatnið í umboðssölu.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 35 km.

Myndasafn

Í grend

Reykjanesfólkvangur
Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975, og standa að honum þessi sveitafélög: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Gar ...
Veiði Reykjanes
Stangveiði á Reykjanesi. Hér er listi yfir flestar silungsár og silungsvötn. Silungsveiði Reykjanesi Djúpavatn Hlíðarvatn ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )