Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Djúpavatn

Djupavatn

vatn er 0,15 km² stöðuvatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga í 195 m hæð yfir sjó. hluti þess er 16,7 m og það er líklega gígvatn líkt og Grænavatn á Vesturhálsi og Arnarvatn á Sveifluhálsi. Umhverfi þessa vatns er ákaflega fallegt og friðsælt.

Mikið er af bleikju í vatninu en hún er fremur smá. Það var talið fisklaust þar til bleikju af Þingvallastofni var sleppt í það í kringum 1960. Vatnið er afar vinsælt hjá fjölskyldufólki, því stangarfjöldi er takmarkaður og því hægt að hafa vatnið út af fyrir sig. Gott hús er og á staðnum til afnota fyrir veiðimenn.

Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur vatnið á leigu. Einnig hefur SVFR haft leyfi í vatnið í umboðssölu.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 35 km.

Myndasafn

Í grennd

Reykjanesfólkvangur
Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975, og standa að honum þessi sveitafélög: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnar…
Trölladyngja
Trölladyngja er móbergsfjall í Reykjanesfjallgarði, norður af Núpshlíðar- eða Vesturhálsi. Milli  Núpshlíðarháls og Trölladyngju er Grænadyngja og ski…
Veiði Reykjanes
Stangveiði á Reykjanesi. Hér er listi yfir flestar silungsár og silungsvötn. Silungsveiði Reykjanesi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )