Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Deildartunguhver

Deildartunguhver er líklega vatnsmesti hver jarðar. Vatnsmagnið er u.þ.b. 180 l/sek. af 98°C heitu vatni, alls 40% alls heits vatns, sem kemur náttúrulega upp á yfirborðið í Borgarfirði. Hvergi annars staðar á landinu sprettur upp meira heitt vatn en í Borgarfirði. Mikil gróðurhúsarækt er í Deildartungu og víðar í grenndinni.

Friðað afbrigði af burknanum skollakambi (blechnum spicant) vex við hverinn. Hverinn var virkjaður að fullu til hitaveitu á Akranesi (64 km), í Borgarnesi (34 km) og á nokkrum bæjum á leiðinni.

Mæðiveikinnar, sem herjaði á sauðfé landsmanna um áratugaskeið, varð fyrst vart á Deildartungu og veiking var gjarnan kölluð Deildartunguveikin í upphafi.

Þórir Þorsteinsson, prestur að Deildartungu, og kona hans létust í suðurgöngu á 12. öld og í kjölfarið komu upp hin sögufrægu Deildartungumál vegna arfaskipta. Rituð hefur verið bók um Deildartunguætt (Ari Gíslason og Hjalti Pálsson).

Myndasafn

Í grennd

Reykholt í Reykholtsdal
Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar, sem margir telja merkasta skáld, rithöfund…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …
Vesturland Borgarfjörður kort
Kort af Borgarfirði á Vesturlandi Kort af Borgarfirði á Vesturlandi…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )