Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Búrfell í Þjórsárdal

Búrfell er 669 metra hár móbergstapi í Þjórsárdal. (Það er til nokkrar skýringar á nafninu og er ein sú að það tengist matargeymslu) Fjallið hefur myndast undir jökli ísaldar og er annar útvörður Þjórsárdals.

Þjórsá rennur austan með fjallinu og við suðurenda þess eru fossarnir Tröllkonuhlaup og Þjófafoss í   ánni. Nú hefur Þjórsá verið virkjuð við Búrfell og er svokallað Bjarnalón norðaustan við fjallið. Fallorkan nýtist í Búrfellsvirkjun.
Búrfell er bratt á alla kanta, þó síst að norðan en þar liggur vegur upp á topp fjallsins. Þar er endurvarpsstöð fyrir farsíma. Við suðurenda fjallsins er öxl nokkur skógi vaxin og kallast þessi birkiskógur Búrfellsskógur.

Gnúpverjar hafa í gegnum aldirnar haft skógarítök í Búrfellsskógi. Kristinn Jónsson, frá Úlfsá í Eyjafirði, sem gekk villu vegar suður Sprengisand árið 1889 fannst í Búrfellsskógi af Skriðufellsbændum sem voru við skógarhögg.

Myndasafn

Í grennd

Búrfellsvirkjun
Búrfellsvirkjun (Búrfellsstöð) er vatnsaflsvirkjun í Þjórsá utarlega í Þjórsárdal í Gnúpverjahreppi kennd   við fjallið Búrfell. Virkjunin var fyrsta …
Þjófafoss og Tröllkonuhlaup
Þessir fossar eru líkari flúðum, þegar mikið er í Þjórsá austan Búrfells, en eftir að Búrfellsvirkjun tók til  starfa, hefur tíðast runnið lítið vatn …
Þjórsárdalur
Árnes Þjórsárdalur Ferðavísir: Flúðir 24 km. Laugarás 19 km,<Árnes>  Sigalda 64 km. Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnám…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )