Þessi veiðivötn eru í Álftaneshreppi í Mýrarsýslu. Vatnið er 0,4 km², dýpst 4 m og í 37 m hæð yfir sjó. Úr því rennur Brókarlækur í Urriðaá. Það þarf að ganga kippkorn til veiðistaðanna um mýrar og móa.
Skammt vestan vatnsins er vegur nr. 54. Í vatninu er aðallega urriði, allt upp í 3 pund. Brókarlækur er ekki síður fisksæll og skemmtilegur. Eigendur hafa talsvert reynt netaveiði í smáum stíl. Vegalengdin frá Reykjavík er 86 km um Hvalfjarðargöng og 12 km frá Borgarnesi.