Brimilsvallakirkja er í Ólafsvíkurprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi. Brimilsvellir eru í miðjum , skammt austan Ólafsvíkur. Fyrrum var bænhús þar.
Árið 1915 var Fróðársókn skipt og messað í félagsheimilinu á Brimilsvöllum þar til ný kirkja vígð á Brimilsvöllum 1923. Nýja kirkjan fékk stóra altaristöflu, sem gamla Ingjaldshólskirkjan hafði fengið að gjöf frá dönskum selstöðumönnum 1709. Þá voru 140 manns í sókninni.