Brennisteinsalda
Brennisteinsalda er eldfjall á Suðurlandi. Hæð fjallsins er um 855 m. Það er staðsett nálægt Landmannalaugum og ekki langt frá Heklu.
Nafnið kemur frá brennisteinsblettum sem hafa litað hliðar þess. En það eru líka aðrir litir: grænt af mosa, svart af hrauninu, blátt og rautt af járni í jarðveginum. Það gæti vel verið litríkasta fjall Íslands og því er mynd þess oft að finna í bókum og dagatölum.
Fjallið er enn sýnilega virkt eldfjall með heitum brennisteinslindum og gufum í hlíðum þess. Gönguleiðin Laugavegurinn liggur fram með fjallinu. Fyrir framan það er hrafntinnuhraunið Laugahraun.
Hnit: 63,9808353° N 19,148027° V