Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

BRATTAHLÍÐ – KAGISSIARSSUK

Brattahlið
Núverandi byggð hófst árið 1924 og þar búa u.þ.b. 200 manns og stunda sauðfjárbúskap. Í Brattahlið eru rústir bús Eiríks rauða Þorvaldssonar, sem settist þar að í lok 10. aldar. Hann var einn hinna miklu landkönnuða og afbragðs sölumaður eins og sjá má af því, hve vel honum tókst að teygja Íslendinga með sér til búsetu á Grænlandi. Sonur hans, Leifur heppni, fann Ameríku í kringum árið 1000. Þjóðhildur, kona Eiríks, gerðist kristin og lét byggja fyrstu kirkju í landinu,Þjóðhildarkirkju, og þar með hina fyrstu kirkju Norður-Ameríku. Rústir kirkjunnar standa enn þá. Fyrsta þing Grænlendinga var í Brattahlíð og þess sjást enn merki.

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )