Brattahlið
Núverandi byggð hófst árið 1924 og þar búa u.þ.b. 200 manns og stunda sauðfjárbúskap. Í Brattahlið eru rústir bús Eiríks rauða Þorvaldssonar, sem settist þar að í lok 10. aldar. Hann var einn hinna miklu landkönnuða og afbragðs sölumaður eins og sjá má af því, hve vel honum tókst að teygja Íslendinga með sér til búsetu á Grænlandi. Sonur hans, Leifur heppni, fann Ameríku í kringum árið 1000. Þjóðhildur, kona Eiríks, gerðist kristin og lét byggja fyrstu kirkju í landinu,Þjóðhildarkirkju, og þar með hina fyrstu kirkju Norður-Ameríku. Rústir kirkjunnar standa enn þá. Fyrsta þing Grænlendinga var í Brattahlíð og þess sjást enn merki.