Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bræðratungukirkja

Bræðratungukirkja er í Skálholtsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Þar var kirkja, sem var helguð Andrési    braedratungukirkjaá katólskum tíma og útkirkja frá Torfastöðum til 1952, er sóknin var lögð undir Skálholt. Kirkjan, sem enn stendur var vígð 1911.

Magnús Sigurðsson (1651-1707) bjó í Bræðratungu á síðari hluta 17. aldar. Hann var mikill drykkjumaður, auðugur og á margan hátt vel gefinn. Hann varð óður við drykkju og kona hans, Þórdís Jónsdóttir, flúði frá honum til systur sinnar, biskupsfrúarinnar í Skálholti. Þá var Árni Magnússon, prófessor, í heimsókn í Skálholti, sem varð til þess, að hneykslanleg málaferli urðu milli hans og Magnúsar í Bræðratungu. Magnús hélt því fram, að Árni hefði fíflað konu sína.

Þarna var kominn efniviðurinn í skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness „Hið ljósa man“ (Íslandsklukkan). Magnús Gíslason (1704-1766), amtmaður, bjó um tíma í Bræðratungu. Hann stuðlaði mjög að ýmsum framförum, mikill ættjarðarvinur og skörungur.

GPS co-ordinates: N 64°09.738 W 20°.22.747.

Myndasafn

Í grennd

Bræðratunga
Bræðratunga er stórbýli og kirkjustaður í tungunni milli Hvítár og Tungufljóts í Biskupstungum. Miklar   starengjar fylgja bænum, Pollaengi við Tunguf…
Flúðir
Flúðir er þéttbýliskjarni miðsvæðis í Hrunamannahreppi og þykir þar notalegt og fagurt. Litla-Laxá rennur í gegnum þorpið og mikill jarðhiti er á svæð…
Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …
Reykholt Biskupstungum
Saga staðarins hófst, þegar jarðhiti uppgötvaðist á fyrri hluta aldarinnar í landi Stóra-Fljóts. Barnaskóli með heimavist var reistur 1928. Um miðja ö…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )